Fuglaskoðun
Fylgst með fuglum
Það er gaman að fylgjast með atferli fuglanna.
Ein leið er að skoða nokkurn fjölda fugla og meta hvað þeir eru að gera. Hin leiðin er að fylgjast náið með einum eða mjög fáum fuglum.
Atferli
Farflug
Fuglarnir búa yfir þeim einstaka hæfileika að geta flogið. Því geta þeir hæglega valið sér góðan stað til að vera á og einnig flutt sig um set þegar aðstæður breytast. Aðalatriði er að nóg sé af fæðu, en einnig skiptir veður og öryggi miklu máli.