Einkenni fugla

Hvað er fugl?

Við erum ekki há í loftinu þegar fuglarnir vekja athygli okkar. Þeim sem kominn er til vits og ára ætti að vera ljóst hvað sé fugl. Kannski ættum við þó í vandræðum með að útskýra hvað væri fugl fyrir einhverjum sem aldrei hefði litið þá augum!

Hvað er fugl

Sjón

Augu fugla eru sitt á hvorri hlið höfuðsins og sjá þeir með augunum hvoru um sig (það sem augun nema er ekki sameinað í einni mynd). Sjónsviðið er mjög vítt. Í ákveðinni stellingu geta fuglarnir þó horft fram fyrir sig og séð það sama með báðum augum.