Máffuglar

Máfar, kjóar og þernur eru af sama ættbálki og vaðfuglar og svartfuglar og teljast til strandfugla. Þetta eru dýraætur sem lifa aðallega á sjávarfangi, en einnig á skordýrum, úrgangi, fuglsungum, eggjum og fleiru.

Flestir máfar og kjóar eru með sterklegan gogg, sem er krókboginn í endann og sundfit milli tánna.

Kynin eru eins að útliti, en karlfuglinn er oftast ívið stærri. Máfar, kjóar og þernur verpa yfirleitt í byggðum. Ungar þeirra eru bráðgerir. Máfum er oft skipt í tvo hópa til hægðarauka, stóra máfa (svartbakur, hvítmáfur, sílamáfur o.fl.) og litla (t.d. hettumáfur, rita og stormmáfur).

Litlir

Meðalstórir

Stórir


Bjartmáfur

Hettumáfur

Hvítmáfur

Kjói

Kría

Rita

Sílamáfur

Silfurmáfur

Skúmur

Stormmáfur

Svartbakur