• Rita

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Rita með fullvaxinn unga

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Rita – ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Ritan er einkennismáfur fuglabjarga og úthafsins. Er á stærð við stormmáf. Fullorðin rita er blágrá á baki og yfirvængjum, með alsvarta vængbrodda en að öðru leyti hvít á fiður. Á veturna eru hnakki og afturháls gráir, svartar kámur á hlustarþökur. Ungfugl og fuglar á fyrsta vetri eru eins og fullorðnir fuglar í vetrarbúningi til höfuðsins en auk þess með svartan hálfkraga á afturhálsi. Bak er eins og á fullorðnum ritum, ofan á vængjum eru svartir V-laga bekkir. Svört rák er á stéljaðri, stélið lítið eitt sýlt. Á fyrsta sumri hverfur svarta stélbandið og tveggja ára fuglar eru svipaðir fullorðnum.

Ritan er mikill sjófugl sem sést oft á hafi úti fjarri landi en sjaldan inn til landsins. Hún er ákaflega létt og lipur á flugi, hringsólar oft kringum fiskibáta og steypir sér eftir æti eins og kría. Afar félagslynd.


Fæða og fæðuhættir:
Lifir á sjávarfangi: fiski, aðallega sandsíli og loðnu, smokkfiski, rækju, burstaormum og fiskúrgangi. Tekur fæðuna á yfirborði eða kafar grunnt.


Fræðiheiti: Rissa tridactyla

Kjörlendi og varpstöðvar

Verpur í sjávarhömrum, oft í stórum byggðum með öðrum sjófuglum, einnig í lágum klettaeyjum og skerjum. Hreiðrið er gert úr sinu, gróðurleifum og þangi og límt saman og fest á klettinn með driti og leir.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Rita er að mestu farfugl. Henni fjölgaði mjög á síðustu öld og er hún hvarvetna algeng í fuglabjörgum. Um ¾ byggja 12 stærstu vörpin. Henni hefur þó fækkað í óáran þeirri sem gengið hefur yfir sjófugla á undanförnum árum. Slæðingur hefur vetursetu við ströndina, en meirihlutinn leitar á haf út. Íslenskar ritur hafa vetursetu á hafinu milli Grænlands og Nýfundnalands austur undir Evrópu. Jafnframt hafa merktir íslenskir fuglar endurheimst í Evrópu frá Kólaskaga við Hvítahaf suður til Gíbraltar. Varpheimkynni eru við strendur á norðurslóðum, bæði við Kyrrahaf og Atlantshaf, þar sem ritan verpur suður til Portúgals.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR