• Steindepill

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steindepill - kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steindepill - karlfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steindepill - ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steindepill - kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Steindepill, þessi kviki spörfugl er algengur í grýttu og lítt grónu landi, er ívið stærri og þreknari en þúfutittlingur. Karlfugl í sumarbúningi er blágrár á kolli, afturhálsi og baki, vængir svartir. Svört gríma er um augu og brúnarák hvít. Hann er ljósbrúnn á framhálsi, gulari á bringu og kviði. Hann líkist kvenfugli síðsumars. Kvenfuglinn er dauflitari en karlinn, mógrá á baki og að mestu án litamynsturs á höfði. Ungfugl og kvenfugl að vetri eru ljósari að ofan. Steindepill er ávallt með einkennandi stélmynstur, gumpur og stél eru hvít en svartur stélsendi og stutt, svört stélrák mynda öfugt „T“ aftast á stélinu.

Steindepillinn er kvikur og eirðarlaus, flýgur lágt og tyllir sér oft með rykkjum og hneigingum og sveiflar vængjum og stéli. Er venjulega einfari eða fáeinir saman.


Fæða og fæðuhættir:
Hleypur og skoppar eftir skordýrum og áttfætlum í opnu landi, stekkur jafnframt eftir flugum. Á fartíma taka þeir þangflugur og fleira í fjörum, sækja eitthvað í ber og fræ.


Fræðiheiti: Oenanthe oenanthe

Kjörlendi og varpstöðvar

Verpur í grýttu landi, urðum, hlöðnum veggjum, mólendi og hraunum, mest á láglendi. Hann forðast gróið land, nema helst á fartíma. Hreiðrið er haganlega ofin karfa, staðsett í holu eða sprungu milli steina. Verpur stundum tvisvar á sumri. Er utan varptíma gjarnan í fjörum, ræktuðu landi og mýrum.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Steindepill er farfugl. Steindeplar sem verpa á Grænlandi koma hér við vor og haust. Vetrarstöðvar eru í Vestur-Afríku. Hann er útbreiddur á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu og Asíu.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

UNGAR