Margæs
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Margæs – ungfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Margæs er lítil „svört“ gæs, mun minni en helsingi og minnsta gæsin sem sést á Íslandi. Hefur sótsvart höfuð, háls og bringu, hvítar rákir á hálshliðum og dökkt brúngrátt bak og vængi. Kviður og síður eru ljósgrá, aftanverðar síður rákóttar. Ungfugl er án ráka á hálshliðum og gráleitur á síðum.
Margæs flýgur hratt með örum vængjatökum, oftast í óskipulögðum hópum en einnig í oddaflugi. Stuttur háls og smæð eru einkennandi fyrir margæsina sem er lítið eitt stærri en stokkönd. Hún er létt á sundi og hálfkafar gjarnan. Margæsir hafa vetursetu á Írlandi og eru fargestir á Íslandi vor og haust.
Fæða og fæðuhættir:
Aðalfæða margæsar er marhálmur, grastegund sem vex á grunnsævi, en hún etur einnig maríusvuntu og aðra grænþörunga, sjávarfitjung og sækir jafnframt í tún, aðallega á vorin.
Fræðiheiti: Branta bernicla