Heiðagæs
©Jóhann Óli Hilmarsson
Gæs á hreiðri, gassinn á verði
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Heiðagæsin er einn af einkennisfuglum miðhálendisins, nokkru minni en grágæs og hálsinn hlutfallslega styttri. Höfuð og háls eru kaffibrún og skera sig frá blágráum búknum. Ljósari, með fölbleikum blæ á neðanverðum hálsi og bringu, niður á kvið. Undirstél og undirgumpur eru hvít, síður dökkflikróttar. Framvængur er blágrár, dekkri en á grágæs. Fullorðinn fugl og ungfugl eru svipaðir, ungfugl þó dekkri. Gassinn er sjónarmun stærri en gæsin.
Heiðagæs er félagslynd á öllum tímum árs. Hún flýgur með hröðum vængjatökum og í þéttum hópum, byltir sér meira og er léttari á flugi en grágæs. Lítið höfuð og stuttur háls eru einkennandi á flugi.
Fæða og fæðuhættir:
Grasbítur eins og aðrar gæsir, sækja nokkuð í ræktarland á vorin, en bíta annars einkum mýragróður: starir, hálmgresi, fífu, einnig elftingar og kornsúru. Síðsumars leggjast þær í berjamó og kornsúrurætur.
Fræðiheiti: Anser barachyrhynchus