Lómur
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Vetur
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Biðilsdans
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Lómurinn er straumlínulagaður og svipaður frænda sínum, himbrimanum, en þó mun minni. Hann er gráleitur, dökkur að ofan en ljós að neðan, með langa, mjóa vængi. Á sumrin er hann grár á höfði og hálshliðum, langröndóttur á afturhálsi og með dumbrauða skellu á framhálsi. Grábrúnn að ofan, bringa, kviður og undirvængir hvít og síðurnar rákóttar. Á veturna er hann hvítur á höfði og hálsi nema með gráan koll og afturháls, grár á baki með hvítum, smágerðum dílum og hvítur að neðan. Ungfugl er svipaður en brúnni og dekkri á baki, höfði og hálsi.
Lómi svipar að flestu leyti til himbrima og er ófær til gangs eins og hann, ávallt auðgreindur frá honum á uppsveigðum, grönnum gogginum. Á flugi ber hann herðarnar eins og himbrimi og fæturnir skaga aftur fyrir stélið. Lómar sjást stakir eða í litlum hópum.
Fæða og fæðuhættir:
Fiskiæta, á ferskvatni kafar hann eftir hornsíli og smásilungi. Þar sem lómar verpa við smátjarnir sækja þeir sandsíli til sjávar, silung í vötn eða jafnvel flundru í árósa. Á veturna er aðalfæðan smáfiskur eins og sandsíli, smáufsi og loðna. Eitthvað eta þeir krabbadýr og lindýr.
Fræðiheiti: Gavia stellata