Fýll
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Fýll á hreiðri
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Norrænn, dökkur fýll
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Fýll er stór gráleitur sjófugl sem minnir á máf, þéttvaxinn og hálsdigur með langa og mjóa vængi. Ungfugl er eins og fullorðinn og kynin eru eins.
Fýll er auðgreindur frá máfum á einkennandi fluglagi, tekur fáein vængjatök og lætur sig svo svífa á stífum vængjunum. Hann er léttur á sundi en á oft erfitt með að hefja sig á loft, sérstaklega í logni. Fýll er þungur til gangs. Leitar sér ætis bæði á flugi og syndandi, gjarnan kringum fiskiskip, í höfnum og við fiskvinnslustöðvar.
Fæða og fæðuhættir:
Smáfiskur, einkum loðna og sandsíli, einnig krabbadýr, smokkfiskur og önnur sjávardýr. Úrgangur frá fiskiskipum er mikilvæg fæða, etur einnig úrgang frá fiskvinnslustöðvum. Etur oftast á yfirborði, en á það til að taka grunnar dýfur.
Fræðiheiti: Fulmarus glacialis