Brandugla
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Á hreiðri
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Brandugla er eina uglan sem er útbreiddur varpfugl hér á landi. Hún er móbrún að ofan með ljósum dílum, þéttar langrákir eru á bringu og dreifðari rákir á kviði. Hún er með kringlótt, ljóst andlit, dökkar augnumgjarðir og lítil fjaðraeyru sem hún reisir stundum. Vængir eru langir, ljósari að neðan, með dökku mynstri á og við vængbrodda. Stélið er þverrákótt. Hún virðist ljós á flugi.
Flug branduglu er nokkuð rykkjótt og vængjatökin silaleg en þó er hún fimur flugfugl og getur verið snögg. Hún svífur oft með vængina lítið eitt fram- og uppsveigða. Hún er einfari sem sést helst í ljósaskiptunum. Er venjulega þögul en á varpstöðvum heyrist stundum hátt væl eða endurtekið, djúpt stef.
Fæða og fæðuhættir:
Aðalfæða branduglu eru hagamýs, hún flýgur hljóðlaust lágt yfir landi, skurðum eða kjarrlendi þar sem músa er að vænta. Veiðir einnig úr talsverðri hæð, t.d. yfir melgresi. Tekur einnig smáfugla, fullorðna og unga.
Fræðiheiti: Asio flammeus