• Hvítmáfur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Hvítmáfur á fyrsta vetri

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Hvítmáfur er einkennismáfur margra strandsvæða, sérstaklega á veturna. Stór fugl, svipaður svartbaki á vöxt og stærð. Fullorðinn hvítmáfur er að mestu hvítur, ljósgrár á baki og ofan á vængjum með hvíta vængbrodda. Á veturna er hann brúnflikróttur á höfði. Ungfugl á fyrsta ári er allur jafnt ljósbrúnflikróttur, aðeins brúnni að ofan og án dökks jaðars á stéli. Hann lýsist smám saman, getur á öðru ári verið alhvítur og er að mestu kominn í fullan búning á þriðja ári. Það einkennir fullorðinn hvítmáf að hvergi sést dökkur litur í búningi hans, en fullorðinn silfurmáfur hefur hvítt og svart mynstur á vængendum. Þessar tvær tegundir hafa hins vegar kynblandast á síðari árum og eru ýmis millistig þekkt. Bjartmáfur er mjög líkur hvítmáfi. Hvímáfur er með kraftmeiri gogg, flatara enni og vængir ná ekki eins langt aftur fyrir stél á sitjandi fugli og hjá bjartmáfi, vængir eru einnig hlutfallslega breiðari. Kynin eru eins, en karlfuglinn er heldur stærri.

Hvítmáfur er stór og þungur og svipar til annarra stórra máfa. Hann er mjög félagslyndur. Hann ristir dýpra á sundi en bjartmáfur. Er með kraftmeiri gogg, flatara enni og vængir ná ekki eins langt aftur fyrir stél á sitjandi fugli og hjá bjartmáfi, vængir eru einnig hlutfallslega breiðari.


Fæða og fæðuhættir:
Sandsíli og loðna er aðalfæðan, en leitar sér einnig ætis í fjörum og tekur þá m.a. krækling, trjónukrabba og krossfisk. Rænir æti frá æðarfuglum og fer í úrgang frá fiskvinnslustöðvum og fiskiskipum, einnig eru egg og ungar á matseðlinum.


Fræðiheiti: Larus hyperboreus

Kjörlendi og varpstöðvar

Hvítmáfur verpur í stórum byggðum í bröttum hlíðum og klettum við sjó, stundum í eyjum. Hreiðrið er gert úr mosa, sinu og fjöðrum. Er á veturna við strendur eða á hafi úti.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Hvítmáfur er staðfugl, hann er hánorrænn fugl, aðalvarpstöðvarnar eru við Breiðafjörð og á Vestfjarðakjálkanum, lítilsháttar annars staðar. Hvítmáfur og silfurmáfur skipta landinu á milli sín. Heimkynni hvítmáfs eru allt í kringum Norður-Íshafið. Sennilega kemur eitthvað af hvítmáfi hingað til vetursetu frá Svalbarða og Grænlandi en innlendir varpfuglar virðast vera staðfuglar hér.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR