Bjargdúfa
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Bjargdúfa er gráblá, með gljáandi grænar og purpuralitar hálshliðar. Hún er með hvítan yfirgump, dökka rák á jaðri stéls og tvær svartar vængrákir. Ungfugl er brúnni, án gljáa á hálshliðum. Dökkar bjargdúfur eru líka til. Húsdúfan er afkomandi bjargdúfunnar. Hún er til í mörgum litum, t.d. hvít, alsvört og brún, og til eru ýmis ræktuð afbrigði. Dökkar bjargdúfur eru líka til.
Dúfur svífa oft með vængina uppsveigða. Gefa frá sér malandi kurr.
Fæða og fæðuhættir:
Aðallega frææta, fer gjarnan í kornakra, en tekur einnig arfafræ, sprota, ber og smáskordýr á jörðu niðri. Kemur einnig í fóður, þar sem fuglum er gefið kornmeti.
Fræðiheiti: Columba livia