Blesgæs
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Ungfugl (til vinstri) og fullorðin
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Blesgæs, sem er dekkst gráu gæsanna, er umferðarfugl hér. Hún er grábrún, með ljósum rákum að ofan og dökkum rákum á síðum. Dökkir framvængir eru einkennandi á flugi. Fullorðin blesgæs er meira eða minna með svartar þverrákir og díla á kviði og er hann stundum næstum alsvartur. Hvít blesa er ofan goggrótar. Ungfugl er án dökku rákanna á kviði og blesunnar.
Blesgæs hegðar sér svipað og aðrar gráar gæsir en er sneggri í uppflugi, sýnist grennri og er liprari á flugi, hópamyndun er losaralegri. Er lipur sundfugl eins og aðrar gæsir og ávallt félagslynd. Röddin er hærra stemmd, meira syngjandi og þvaðrandi en hjá öðrum gæsum og lætur blesgæsin meira í sér heyra á flugi.
Fæða og fæðuhættir:
Grasbítur, á vorin sækja þær í ræktarland, en á haustin í votlendi, ef jarðbönn hamla ekki. Þær éta m.a. forðarætur kornsúru, elftingu og starir. Á haustin éta þær mest votlendisgróður, en fara einnig í berjamó og tún.
Fræðiheiti: Anser albifrons