Sjósvala
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Sjósvala er ívið stærri en stormsvala, en annars lík henni í útliti og lífsháttum. Hún er svipuð henni að lit en þó ögn ljósari. Þær frænkur eru af ættbálki pípunasa
. Sjósvala er á stærð við skógarþröst en með lengri vængi. Kynin eru eins og fullorðinn og ungfugl einnig.Hún hegðar sér svipað og stormsvala, en flugið er reikulla. Sjósvala eltir sjaldan skip. Lendir frekar í hrakningum í stórviðrum á haustin en stormsvala. Hljóð sjósvölu eru margvísleg á varpstöðvum. Á flugi gefa fuglarnir frá sér hljóð sem minna á sérkennilegan hlátur. Þeir kurra í holum og er kurrið rofið af hærri hljóðum ásamt fyrrgreindum hlátri.
Fæða og fæðuhættir:
Hagar sér líkt og stormsvala í fæðuleit og fæðuvalið svipað s.s. áta (ljósáta og rauðáta), lýsi og annað feitmeti og smár fiskur. Er meira á ferli í ætisleit á næturnar en stormsvala.
Fræðiheiti: Oceanodroma leucorrhoa