Stormmáfur
©Jóhann Óli Hilmarsson
Stormmáfur að vetri til
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Stormmáfur– ungfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Stormmáfur er ekki ólíkur silfurmáfi en mun minni, á stærð við ritu. Hann er ljósgrár að ofan, vængbroddar svartir með hvítum doppum, annars hvítur á fiður. Höfuð er brúnflikrótt á veturna, líkt og hjá stórum máfum. Ungfugl er grábrúnflikróttur með svartan stéljaðar og brúnt bak sem verður blágrátt strax á fyrsta hausti. Fuglar á fyrsta vetri eru hvítari á höfði og að neðan, með grátt bak og axlafjaðrir, yfirvængir eru brúndröfnóttir með dökkum flugfjöðrum. Þeir lýsast síðan og á öðrum vetri eru þeir svipaðir fullorðnum fuglum, hafa þá misst svarta stélbandið en handflugfjaðrir og vængþökur þeirra eru dekkri.
Stormmáfur er stærri en hettumáfur en minni og léttari á flugi en silfurmáfur, með hnöttóttara höfuð. Gefur frá sér hávært og skerandi garg, hástemmdara og veikara en silfurmáfs, minnir á mjálm.
Fæða og fæðuhættir:
Fæða og fæðuhættir svipaðir hettumáf og sjást þeir frændur oft saman í ætisleit: ormar, skordýr, skeldýr og fiskur, einnig úrgangur.
Fræðiheiti: Larus canus