• Sendlingur

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Sendlingur að vetri til

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Sendlingur að sumri til

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Sumar

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Sendlingur er lágfættur og kubbslegur, með stuttan háls og fremur stuttan gogg. Hann er dekkstur litlu vaðfuglanna og líka einn af þeim minnstu, litlu stærri en sandlóa og lóuþræll. Á sumrin er hann grá- og brúnflikróttur að ofan, á höfði og bringu, en hvítur á kviði. Á flugi sjást mjó, ljós vængbelti og svört miðrák í hvítum gumpi. Á vetrum er hann allur grárri. Litur ungfugla á haustin er mitt á milli litar sumar- og vetrarfiðurs fullorðinna. Kynin eru eins.

Sendlingur flýgur lágt og beint, syndir auðveldlega. Er félagslyndur utan varpstöðvanna og oft í stórum hópum. Sendlingurinn er spakur og flýgur oft ekki upp fyrr en komið er alveg að honum.


Fæða og fæðuhættir:
Á varptíma skordýr, köngulær og aðrir hryggleysingjar. Doppur, smá skeldýr, burstaormar, krabbadýr og þangflugulirfur er aðalfæðan í fjörum.


Fræðiheiti: Calidris maritima

Kjörlendi og varpstöðvar

Verpur aðallega til fjalla en einnig á annesjum og hrjóstrum á láglendi. Kjörlendið er margs konar; berangur, mosabreiður, lyngmóar og melar, venjulega nærri vatni. Hreiðrið er grunn laut á berangri, oft upp við steina eða grasþúfu, lítilfjörlega fóðrað að innan. Er utan varptíma helst í grýttum fjörum og á leirum.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Sendlingur er allalgengur en fremur strjáll varpfugl. Hann er algengasti vaðfuglinn hérlendis á veturna og sá eini sem sést reglulega á Norður- og Austurlandi. Sendlingar frá norðlægari slóðum, kanadísku heimskautaeyjunum og ef til vill Grænlandi, koma hér við vor og haust á leið sinni milli varpstöðvanna og vetrarstöðva á Bretlandseyjum og Vestur-Evrópu og einhverjir hafa hér vetrardvöl. Sendlingur er hánorrænn fugl, varpstöðvarnar eru við Atlantshafshluta Norður-Íshafsins, t.d. á Grænlandi, Svalbarða og fleiri eyjum við Norður-Íshafið, svo og á Norðurlöndum.

Íslendingar bera mikla ábyrgð á þessari tegund vegna þess að áætlað hefur verið að hér sé rétt tæpur helmingur af sendlingum heimsins. Þar sem sendlingar eru norrænir fuglar þá má búast við að hlýnandi loftslag sé slæmt fyrir þá.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR