Lundi
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Lundi – ungfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Lundi er einn af minni svartfuglunum og jafnframt sá algengasti. Hann er fremur höfuðstór og kubbslegur. Fullorðinn lundi í sumarbúningi er svartur að ofan og hvítur að neðan með svartan koll og svartan kraga um háls. Höfuðhliðar (vangar) eru gráar, undirvængir svartir og goggur í skærum litum. Á veturna eru vangar dekkri og goggur litdaufari og minni. Kynin eru eins. Ungfugl er svipaður en goggur mjórri og svæðið framan augna dekkra.
Lundinn flýgur beint með hröðum vængjatökum, venjulega lágt yfir haffleti. Hann stendur uppréttur og á auðvelt með gang. Samanreknari en hinir stærri svartfuglar, höfuðlag er annað og engar vængrákir. Afar félagslyndur. Yfirleitt þögull en á varpstöðvunum heyrist kurrandi hljóð, bæði úr holum og frá sitjandi fuglum.
Fæða og fæðuhættir:
Kafar eftir æti og syndir kafsund með vængjunum. Getur kafað niður á 60 m dýpi og verið í 1,5 mín. í kafi. Raðar fiskunum í gogginn, ber oftast 6–20 fiska í ferð. Aðalfæðan er síli (sandsíli, marsíli og trönusíli), loðna er einnig mikilvæg, tekur einnig seiði ýmissa fiska, svo og sænál, ljósátu o.fl.
Fræðiheiti: Fratercula arctica