• Gráspör

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Karlfugl - kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Karlfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Gráspörinn er lítill og þybbinn, eilítið stærri en auðnutittlingur. Karlinn er rauðbrúnn að ofan og á hnakka, dökkrákóttur á baki og yfirvængjum, grár á kolli og svartur á framhálsi. Kerlan er grábrún að ofan en ljósgrá að neðan, bak og vængir eins og á karli. Ungfugl er svipaður. Bæði kyn eru með hvít vængbelti.

Gráspör er kvikur fugl og sítístandi, flugið er bylgjótt. Hann lifir í nánu sambýli við manninn, er félagslyndur árið um kring. Gráspör er sískvaldrandi og er hljóðið oftast hávært tíst.


Fæða og fæðuhættir:
Aðallega frææta, lifir á fræjum og berjum, en gefur ungum prótínríka dýrafæðu, t.d. skordýr og köngulær.


Fræðiheiti: Passer domesticus

Kjörlendi og varpstöðvar

Heldur sig í borgum, þéttbýli og við sveitabæi. Gerir sér hreiður í holum í byggingum. Verpur venjulega 2-3 sinnum á sumri. Er hér sjaldgæfur flækingur.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Gráspörinn er staðfugl. Hann er sjaldgæfur flækingur hér á landi. Sást fyrst 1959 þegar hann reyndi varp. Tvisvar hafa litlir stofnar myndast, annar á Borgarfirði eystri, en þar urpu nokkur pör á árunum 1971−1980. Síðan 1985 hefur lítill stofn orpið á Hofi í Öræfum og eitthvað á nálægum bæjum, en ekkert breiðst þaðan út. Þegar þetta er ritað er stofninn horfinn eða við það að deyja út. Gráspör varp upphaflega í Evrópu, Asíu og Afríku og er einkennisfugl evrópskra bæja og borga. Hefur verið fluttur inn víða og verpur nú í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

UNGAR