Gráspör
©Jóhann Óli Hilmarsson
Kvenfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
Karlfugl - kvenfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
Karlfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Gráspörinn er lítill og þybbinn, eilítið stærri en auðnutittlingur. Karlinn er rauðbrúnn að ofan og á hnakka, dökkrákóttur á baki og yfirvængjum, grár á kolli og svartur á framhálsi. Kerlan er grábrún að ofan en ljósgrá að neðan, bak og vængir eins og á karli. Ungfugl er svipaður. Bæði kyn eru með hvít vængbelti.
Gráspör er kvikur fugl og sítístandi, flugið er bylgjótt. Hann lifir í nánu sambýli við manninn, er félagslyndur árið um kring. Gráspör er sískvaldrandi og er hljóðið oftast hávært tíst.
Fæða og fæðuhættir:
Aðallega frææta, lifir á fræjum og berjum, en gefur ungum prótínríka dýrafæðu, t.d. skordýr og köngulær.
Fræðiheiti: Passer domesticus