• Krossnefur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Krossnefur – kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Krossnefur – kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Krossnefur – karlfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Krossnefur – ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Krossnefur – karlfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Krossnefur er sérkennileg, stór finka með stóran gogg, skoltarnir ganga á misvíxl og ber fuglinn nafn sitt af því. Goggurinn er sérhæfður til að ná fræjum úr könglum. Karlfugl er oftast hárauður með dekkri vængi, en getur einnig verið appelsínugulur eða jafnvel grænn. Kvenfugl er grágrænn með gulgrænan gump og ungfugl er sterkrákóttur, brúnleitur eða mógrænn. 


Félagslyndur utan varptíma. Hóparnir fljúga milli könglabúnta í trjátoppum og hafa hátt á flugi, en eru hljóðlátir þegar þeir eta. Flugið er bylgjótt.


Fæða og fæðuhættir:
Grenifræ, en einnig furu- og lerkifræ. Einnig smádýr, t.d. skordýralirfur. Goggurinn er sérhæfður til að ná fræjum úr könglum.


Fræðiheiti: Loxia curvirostra

Kjörlendi og varpstöðvar

Kjörlendi krossnefs eru greniskógar, en hann finnst einnig í furu- og lerkiskógum. Lítið er vitað um varphætti hans hér á landi. Varptími er sérstakur en hann fylgir þroska grenifræja og þeir geta orpið árið um kring. Hérlendis virðist aðalvarptími krossnefs vera frá útmánuðum og fram á haust en jafnframt eitthvað yfir háveturinn. Hann gerir sér hreiður á grein í barrtrjám, venjulega í nokkurri hæð. Hreiðrið er karfa, gróf yst, fóðruð með fínna efni. Verpur nokkrum sinnum yfir árið.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Krossnefur er staðfugl. Fuglarnir eiga það til að leggjast í flakk að loknu varpi og fara þá langt út fyrir heimkynni sín og m.a. til Íslands. Koma stundum í stórum hópum og sjást víða um land. Krossnefur varp hér fyrst í desember 1994 og aftur sumarið 2006, stök pör í bæði skiptin. Næst er vitað um varp veturinn 2008 til 2009 en þá urpu mörg pör og víða um land (Hérað, Suðurland, Suðvesturland og Vesturland). Varpið hefur haldið áfram síðan og Norðurland bæst við útbreiðslusvæðið. Uppruni krossnefs er í barrskógabelti Evrasíu og Norður-Ameríku, en hann hefur numið land í kjölfar rásfars í barrskógum víða um heim.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

HREIÐUR