Hvað er fugl

Sjón

Augu fugla eru sitt á hvorri hlið höfuðsins og sjá þeir með augunum hvoru um sig (það sem augun nema er ekki sameinað í einni mynd). Sjónsviðið er mjög vítt. Í ákveðinni stellingu geta fuglarnir þó horft fram fyrir sig og séð það sama með báðum augum.

Atferli

Farflug

Fuglarnir búa yfir þeim einstaka hæfileika að geta flogið. Því geta þeir hæglega valið sér góðan stað til að vera á og einnig flutt sig um set þegar aðstæður breytast. Aðalatriði er að nóg sé af fæðu, en einnig skiptir veður og öryggi miklu máli.