Einkenni fugla

Hvað er fugl?

Við erum ekki há í loftinu þegar fuglarnir vekja athygli okkar. Þeim sem kominn er til vits og ára ætti að vera ljóst hvað sé fugl. Kannski ættum við þó í vandræðum með að útskýra hvað væri fugl fyrir einhverjum sem aldrei hefði litið þá augum!

Atferli

Farflug

Fuglarnir búa yfir þeim einstaka hæfileika að geta flogið. Því geta þeir hæglega valið sér góðan stað til að vera á og einnig flutt sig um set þegar aðstæður breytast. Aðalatriði er að nóg sé af fæðu, en einnig skiptir veður og öryggi miklu máli.