Spói
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Farfuglar að vori
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Spói er stór vaðfugl, háfættur og rennilegur. Hann er grábrúnn með ljósum fjaðrajöðrum að ofan, á bringu og niður á kvið en annars ljós á kviði og neðan á vængjum, með dökkbrúnan koll og augnrák en ljósa brúnrák og kverk. Hvítur gumpur og neðri hluti baks eru áberandi á flugi. Ungfugl er svipaður en goggur styttri og beinni. Kynin eru eins, en kvenfuglinn ívið stærri.
Á flugi þekkjast spóar á hröðum vængjatökum. Þeir fljúga oft um í hópum síðla sumars, áður en þeir yfirgefa landið. Spóinn er annars fremur ófélagslyndur. Hann tyllir sér oft á háan stað, t.d. fuglaþúfu, og vellir. Söngur spóans, vellið, er eitt af einkennishljóðum íslenska sumarsins.
Fæða og fæðuhættir:
Skordýr, köngulær, sniglar, ormar, krabbadýr og ber síðsumars. Langur goggurinn nýtist vel til að grípa fæðu jafnt á yfirborði sem í mjúkum leir.
Fræðiheiti: Numenius phaeopus