• Rauðbrystingur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Rauðbrystingur – ungfugl að vetri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Rauðbrystingur er hnellinn, meðalstór vaðfugl með stuttan gogg, háls og fætur. Á sumrin er hann rauðbrúnn á höfði, hálsi, bringu og kviði, dökkur að ofan með móleitum dröfnum og með dökkrákóttan koll. Á haustin og veturna er hann að mestu grár með ljósari fjaðrajaðra á baki og virðist hreistraður, ljós að neðan. Ungfugl er svipaður en dekkri að ofan, með meira áberandi „hreistur“ á baki og gulbrúnan blæ á bringu. Rauðbrystingur er alltaf með gráa vængi og hvít vængbelti, ljósgráan, fínrákóttan gump og grátt stél.

Rauðbrystingur minnir á lóuþræl en er mun stærri, hegðun svipuð en rauðbrystingur fer hægar yfir og flugið er sterklegra. Félagslyndur fugl og oft í stórum hópum (þúsundir fugla).


Fæða og fæðuhættir:
Finnst hér aðallega í fjörum og tekur þar skordýr, orma, skeldýr og krabbadýr. Sækir eitthvað í mý og mýlirfur inn til landsins.


Fræðiheiti: Calidris canutus

Kjörlendi og varpstöðvar

Kjörlendi er aðallega leirur og þangfjörur með leirublettum. Sést stundum inn til landsins á túnum og ökrum á vorin.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Fargestur/umferðarfarfugl. Rauðbrystingar nota „bensínstöðina Ísland“ á leið sinni milli varpstöðva á Grænlandi og íshafseyjum Kanada og vetrarstöðva í Vestur-Evrópu og Vestur-Afríku. Aðalviðkomustaðirnir eru við Faxaflóa og Breiðafjörð. Vorfarið er í maí en haustfarið dreifist yfir lengri tíma og hóparnir eru þá minni, fullorðnu fuglarnir koma fyrst en ungarnir seinna. Slæðingur af geldfugli dvelur hér mestallt sumarið og fáeinir fuglar dvelja í fjörum á Suðvesturlandi allan veturinn.

Vor og haust
Varp- og vetrarstöðvar
Litaskýringar
Fuglinn verpur ekki á Íslandi