• Sanderla

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Fullorðnar - vor

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Sanderla að vetri til

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • ©Jóhann Óli Hilmarsson

 • Fullorðin, vetur

  ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Sanderla er lítill, kvikur og ljósleitur vaðfugl. Í sumarfiðri er sanderlan rauðbrún á höfði, hálsi og bringu, á baki eru fjaðrirnar ljós- og dökkjaðraðar. Vængþökur eru gráar, bringa og kviður hvít. Vetrarbúningurinn er mjög ljós, fuglinn er þá hvítur á höfði, hálsi og að neðan, grár á kolli og að ofan. Hvít vængbelti eru áberandi og dökkur framjaðar vængja áberandi á flugi. Gumpur og stél eru grá með hvítum jöðrum.

Hún er mjög kvik og á sífelldu iði. Hún er félagslynd og sést hér oftast í litlum hópum. Gefur frá sér stutt og hvellt hljóð.


Fæða og fæðuhættir:
Leitar oftast ætis með því að hlaupa til og frá í sandfjörum, elta öldusogið og tína úr því fæðuna, sem eru burstaormar, samlokur, marflær og skordýr.


Fræðiheiti: Calidris alba

Kjörlendi og varpstöðvar

Kjörlendi er sandfjörur og leirur.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Fargestur: Nokkur þúsund fuglar hafa viðdvöl við Faxaflóa og víðar á leið milli varpstöðva á Norðaustur-Grænlandi og vetrarstöðva við strendur Vestur-Evrópu (aðallega á Bretlandseyjum) og Vestur-Afríku. Fáeinar sjást stundum utan fartíma.

Vor og haust
Varp- og vetrarstöðvar
Litaskýringar
Fuglinn verpur ekki á Íslandi