Lóuþræll
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Lóuþræll að vetri til
©Jóhann Óli Hilmarsson
Lóuþræll – ungfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Lóuþræll er smávaxinn vaðfugl sem einkennir votlendi á sumrin, en fjörur síðsumars. Á sumrin er hann gulbrúnn og svartflikróttur að ofan en ljósari að neðan með stóran, svartan blett eða svuntu neðarlega á bringunni og aftur á kvið. Á flugi má sjá mjó hvít vængbelti. Gumpur er hvítur með dökkri rák í miðju og stél grátt, einnig með svartri miðrák. Á veturna missir hann svörtu svuntuna. Ungfugl er svuntulaus, með áberandi rákótta bringu. Kynin eru eins. Flýgur hratt, í hópum á flugi bregður til skiptis fyrir ljósum kviðnum og brúnu bakinu. Allir fuglarnir í hópnum snúa sér samtímis. Hann stendur fremur hokinn. Er félagslyndur utan varpstöðva, er þá oft í stórum hópum á leirum og söndum með öðrum vaðfuglum. Sést oft í fylgd með lóum á vorin og dregur af því nafn sitt, ásamt því að bera svipaðan fjaðurham og lóan.
Fæða og fæðuhættir:
Dýraæta, tekur skordýr, m.a. mýrlirfur, smá skeldýr, snigla og burstaorma. Leitar ætis í hópum utan varpstöðva, oftast í fjörum.
Fræðiheiti: Calidris alpina