Stelkur
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Stelkur að vetri til
©Jóhann Óli Hilmarsson
©Jóhann Óli Hilmarsson
Stelkur - ungfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Stelkur er meðalstór, hávær vaðfugl. Á sumrin er hann grábrúnflikróttur að ofan og ljósari að neðan, minnst flikróttur á kviði. Hvítur gumpur og vængbelti eru áberandi á flugi, stélið er þverrákótt. Hann er grárri að ofan og jafnlitari á veturna. Ungfugl er brúnleitur að ofan, með gula fætur. Kynin eru eins.
Á varpstöðunum er stelkurinn áberandi og tyllir sér gjarnan á staura með stél- og höfuðrykkjum og hefur hátt ef honum finnst utanaðkomandi nálgast hreiður eða unga um of.
Fæða og fæðuhættir:
Skordýr, ormar og áttfætlur til landsins, í fjörum marflær, smáskeljar, kuðungar, mýlirfur og þangflugulirfur.
Fræðiheiti: Tringa totanus