• Hrafnsönd

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Kolla og steggur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steggur og kolla

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Kolla

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Steggur og kolla

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Hrafnsönd er meðalstór kafönd og er steggur auðþekktur á litnum. Hann er allur gljásvartur á fiður, nema flugfjaðrir eru gráar og eru handflugfjaðrirnar ljósastar. Ársgamall steggur er svartflikróttur á bringu, síðum og að ofan. Kollan er dökkmóbrún, með áberandi ljósari vanga og kverk, svartbrúnan koll, hnakka og afturháls og ljósari kvið. Vængir eru svipaðir og á steggi. Ungfuglar eru líkir kollu, en ljósari. 


Hrafnsönd er sterklega vaxin, fremur stygg, með fleyglaga stél og hnöttótt höfuð. Flugið er þróttmikið og flöktandi með hröðum vængjatökum sem mynda flautandi hljóð. Hún er létt á sundi og sperrir þá oft stélið og hálsinn. Fimur kafari en léleg til gangs. Félagslyndur fugl.


Fæða og fæðuhættir:
Dýraæta eins og aðrar kafendur, sækir mest í krabbadýr og mýlirfur á ferskvatni, en einnig í grænþörunga. Á sjó lifir hún á marflóm, kræklingi og jafnvel smáfiski.


Fræðiheiti: Melanitta nigra

Kjörlendi og varpstöðvar

Verpur við lífauðug vötn og tjarnir. Hreiður er venjulega vel falið í runnum eða gróðri í mýrlendi, gert úr mosa, laufi og öðrum gróðri, fóðrað með dúni. Er á sjó utan varptíma. Fljótlega eftir að kollan hefur orpið hverfur steggurinn til sjávar og fellir fjaðrir þar.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Hrafnsönd er að mestu farfugl. Hún er hvergi algeng nema á Mývatni og nokkrum öðrum þingeyskum vötnum. Sést víðar á fartíma og steggjahópar eru síðsumars við Hvalsnes- og Þvottárskriður, undanfarin ár hefur lítill hópur haft þar vetursetu. Hefur annars vetursetu á sjó við Vestur-Evrópu allt suður til Azóreyja. Verpur í Evrópu og Asíu.

Varpstöðvar/vor og haust
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR