Þórshani
©Jóhann Óli Hilmarsson
Karlfugl-kvenfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
Þórshani að vetri til
©Jóhann Óli Hilmarsson
Karlfugl
©Jóhann Óli Hilmarsson
Almennar upplýsingar
Þórshani er dálítið stærri en óðinshani. Sumarbúningur hans er rauðbrúnn að neðan en með áberandi ljósum og dökkum röndum að ofan. Kvenfuglinn er skrautlegri, hann er með svartan koll, goggrót og kverk og hvítan vanga, karlfugl er litdaufari, með rákóttan koll og oft með ljósa bletti á bringu og kviði. Vængbelti eru hvít. Á veturna er þórshani ljósblágrár að ofan en ljós að neðan, með dökka augnrák. Ungfugl er svipaður en dekkri á kolli, hnakka, baki og síðum.
Þórshani er líkur óðinshana í háttum og býr við konuríki eins og hann. Röddin er lík rödd óðinshana, en hvellari.
Fæða og fæðuhættir:
Notar svipaðar aðferðir við fæðuöflun og óðinshani. Er meira í fjörum og tekur þar þangflugulirfur, doppur og önnur smáskeldýr.
Fræðiheiti: Phalaropus fulicarius