• Þórshani

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Karlfugl-kvenfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Þórshani að vetri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Karlfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Þórshani er dálítið stærri en óðinshani. Sumarbúningur hans er rauðbrúnn að neðan en með áberandi ljósum og dökkum röndum að ofan. Kvenfuglinn er skrautlegri, hann er með svartan koll, goggrót og kverk og hvítan vanga, karlfugl er litdaufari, með rákóttan koll og oft með ljósa bletti á bringu og kviði. Vængbelti eru hvít. Á veturna er þórshani ljósblágrár að ofan en ljós að neðan, með dökka augnrák. Ungfugl er svipaður en dekkri á kolli, hnakka, baki og síðum.

Þórshani er líkur óðinshana í háttum og býr við konuríki eins og hann. Röddin er lík rödd óðinshana, en hvellari.


Fæða og fæðuhættir:
Notar svipaðar aðferðir við fæðuöflun og óðinshani. Er meira í fjörum og tekur þar þangflugulirfur, doppur og önnur smáskeldýr.


Fræðiheiti: Phalaropus fulicarius

Kjörlendi og varpstöðvar

Þórshani er meiri sjófugl en óðinshani. Á sumrin heldur hann sig helst við sjávarlón, í fjörum með þanghrönnum og á grónum jökulaurum með tjörnum og lækjum. Hreiðrið er grunn laut, falin í gróðri.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Þórshani er farfugl. Hér eru aðeins tæplega 300 fuglar í smáum byggðum umhverfis landið. Þórshani er með sjaldgæfustu varpfuglum okkar og er mjög viðkvæmur. Hann dvelur aðeins 1−2 mánuði á varpstöðvunum. Fuglar sem sjást fram í október eru e.t.v. fargestir frá heimskautalöndum. Talið er að vetrarstöðvarnar séu í Atlantshafi, nálægt miðbaug. Þórshani er hánorrænn fugl sem verpur víða við strendur landanna umhverfis Norðurheimskautið en þó hvergi í Evrópu nema á Íslandi, Svalbarða og Novaja Zemlja.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR