• Tildra

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Tildra að sumri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Tildra ungfugl að vetri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Tildra að sumri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Tildra að sumri til

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Tildra er fremur lítill fjörufugl, skrautlegur og kvikur. Í sumarfiðri er tildran rauðbrún að ofan, með svartar rákir á höfði og bringu og hvít að neðan. Höfuðið er hvítt og kollurinn rákóttur. Á veturna er hún öll grárri og litdaufari og það sama gildir um ungfugla, sem virðast hreistraðir á baki. Hvít bak- og vængbelti eru áberandi á flugi. Kynin eru svipuð, en karlfuglinn skærlitari á sumrin.

Tildran dregur nafn sitt á mörgum tungumálum af því háttalagi að velta við steinum og þangi í fjörunni í leit að æti. Hún er félagslynd, en er sjaldan í stærri hópum en frá nokkrum tugum fugla upp í fáein hundruð. Gefur frá sér hvellt og klingjandi skvaldur.


Fæða og fæðuhættir:
Veltir við steinum og þangi í fjörunni, tínir skordýr, eins og þangflugulirfur, smá krabbadýr, kræklinga og sæsnigla.


Fræðiheiti: Arenaria interpres

Kjörlendi og varpstöðvar

Tildran heldur sig helst í klettafjörum og á opnum ströndum með miklum þanghrönnum, einnig á leirum. Á vorin sést hún oft inn til landsins.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Tildra er fargestur og vetrargestur. Varpfuglar á Grænlandi og Norðaustur-Kanada hafa hér viðdvöl vor og haust á leið sinni milli varpstöðvanna og vetrarstöðva í Vestur-Evrópu og Vestur-Afríku. Nokkur hundruð tildrur dvelja allan veturinn í fjörum Suðvestanlands og slæðingur af geldfugli er hér allt sumarið.

Varp- og vetrarstöðvar
Viðkomustaðir á Íslandi
Litaskýringar
Fuglinn verpur ekki á Íslandi