Flug
Þegar verkfræðingar hanna flugvélar taka þeir mið af líkamsbyggingu fugla. Náttúran getur svo margt kennt okkur mönnunum. Mörg atriði skipta miklu máli í flugi fugla:
Kraftar á flug.
Loftstreymi við vængi.
- Fýll
- Þúfutittlingur
- Spói
- Önd
- Rjúpa
- Örn
Lögun líkamans
Fleygir fuglar eru straumlínulagaðir og smjúga í gegnum loftið. Viðnámið er lítið. Hugsaðu þér fljúgandi hund – hann myndi mæta mikilli loftmótstöðu!
Vængir, stél og fjaðrir
Vængirnir eru flugtækin! Vængir fugla eru ólíkir eftir tegundum. Lögun og stærð vængs skiptir máli í því hversu góður fuglinn er að fljúga og hvernig hann fer að því.
Hand- og armflugfjaðrir halda fuglinum á lofti. Flugfjaðrirnar skarast og eru vængirnir bæði sléttir og þéttir. Stélið hjálpar fuglinum að halda jafnvægi og hann notar það einnig sem stýri.