Fróðleikur

Sjón

Augu fugla eru sitt á hvorri hlið höfuðsins og sjá þeir með augunum hvoru um sig (það sem augun nema er ekki sameinað í einni mynd). Sjónsviðið er mjög vítt. Í ákveðinni stellingu geta fuglarnir þó horft fram fyrir sig og séð það sama með báðum augum. Þá snúa þeir höfðinu og halla undir flatt.

Sjónsvið ránfugls.
Skógarsnípa þarf að gæta sín.
Fuglar sjá blessunarlega í lit!

Sjónin er fuglum mikilvæg enda treysta þeir á hana við að finna fæðu og koma auga á óvini. Oft sjá þeir fæðu eða óvini af mjög löngu færi. Fuglar sjá almennt mjög vel. Sem dæmi má nefna að fuglar skynja liti sem menn sjá ekki.

Ýmsir fuglar sem kafa geta skerpt sjónina í kafi með glærri himnu sem þeir bregða fyrir augun. Þeir eru með eins konar innbyggð sundgleraugu!